Ungmennaráð UN Women var stofnað í september 2012 og hefur haldið uppi öflugu ungmennastarfi síðan. Ungmennaráðinu er ætlað að kynna og auka áhuga ungmenna á starfsemi UN Women og málefnum kvenna og jafnréttis í fátækari ríkjum heims. Ungmennaráðið heldur úti öflugu fræðslu og kynningarstarfi í grunn- og framhaldsskólum og heldur vitundarvakningar- og fjáröflunarviðburði. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan og best sé að ungt fólk sjái um að koma málefnunum á framfæri hjá ungu fólki. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára hafa kost á því að taka þátt í starfinu.

Formaður stjórnar Ungmennaráðs er jafnframt stjórnarmaður UN Women á Íslandi og upplýsir stjórn um verkefni Ungmennaráðsins og miðlar efni stjórnarfunda til ungmennaráðsins. 

Aðalfundur Ungmennaráðs er haldinn fyrir 30. ágúst þar sem ný stjórn er kjörin til eins árs.

Fyrirspurnir um skólakynningar berist til youth@unwomen.is.Nánari upplýsingar um ungmennaráðið og viðburði má nálgast á Facebook og Instagram.

 
 

Stjórn ungmennaráðs UN Women á Íslandi 2019-2020

 
 

Sigríður Þóra Þórðardóttir
Formaður

 

Sara Mansour
Fræðslustýra

Fræðslufulltrúi

 

Ásthildur Ásmundardóttir
Miðlafulltrúi

 
 

Margrét Inga Þorláksdóttir
Stjórnarmeðlimur

 

Sigurjóna Sigurðardóttir
Stjórnarmeðlimur