Stella Samúelsdóttir
Framkvæmdastýra
stella@unwomen.is

Stella hefur yfirumsjón með verkefnum og daglegum rekstri UN Women á Íslandi ásamt því að vera talskona samtakanna. Hún er mann­fræðing­ur með mennt­un á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu, alþjóðasam­skipt­um og hag­fræði.
Stella hef­ur meira og minna verið búsett erlendis síðustu 15 árin. Fyrst á Ítalíu, svo í Malaví og loks í Bandaríkjunum. Hún hefur víðtæka starfs­reynslu bæði á sviðum þró­un­ar­sam­vinnu, rekst­urs og viðskipta. Hún starfaði í fimm ár á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands í Mala­ví og seinna sem sér­fræðing­ur hjá fasta­nefnd Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum í New York þar sem hún tók þátt í hinum ýmsu samn­ingaviðræðum fyr­ir hönd Íslands í alls­herj­arþingi SÞ, þ.á.m. var hún þátt­tak­andi í samn­ingaviðræðum um stofn­un UN Women. Hún hef­ur einnig starfað sem sjálf­stæður ráðgjafi í þró­un­ar­mál­um sem og rekið eigið fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um.

Marta Goðadóttir
Herferða- og kynningarstýra
marta@unwomen.is

Marta hefur umsjón með hönnun og skipalagi herferða, stýrir kynningarmálum UN Women á Íslandi auk þess að hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla og öllu rituðu efni samtakanna. Auk þess heldur hún kynningar á samtökunum og hefur umsjón með starfi Ungmennaráðs samtakanna. Marta lærði íslensku og kynjafræði í Háskóla Íslands auk þess sem hún er með menntun á meistarastigi í alþjóðasamskiptum og framhaldsskólakennsluréttindi í íslensku. Áður starfaði hún sem blaðakona og kenndi bæði íslenskum og erlendum nemendum íslensku.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Sérfræðingur í stafrænni miðlun
hekla@unwomen.is

Hekla Elísabet sér um samfélagsmiðla UN Women á Íslandi frá A-Ö og vinnur náið með herferða- og kynningarstýru að herferðum, átökum og viðburðum. Hún er með BA-gráðu af Sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands og hefur undanfarin ár fengist við texta- og hugmyndasmíð, framleiðslu, stíliseringu og samfélagsmiðlun, fyrst hjá Hvíta húsinu og síðan Pipar\TBWA. Þess utan hefur hún starfað sjálfstætt við viðburðastjórnun, markaðsmál, textasmíð, handritagerð og listræna ráðgjöf.

Snædís Baldursdóttir
Fjáröflunarstýra
snaedis@unwomen.is

Sem fjáröflunarstýra ber Snædís ábyrgð á einstaklingsmiðaðri fjáröflun UN Women á Íslandi, samskiptum við mánaðarlega styrktaraðila ásamt því að leiða starf fjáröflunarhóps samtakanna. Snædís er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og er markþjálfi frá Opna Háskólanum. Hún starfaði í sjö ár í Landsbankanum, lengst af í markaðsdeild

Krista María Finnbjörnsdóttir
Fjáröflunarfulltrúi
krista@unwomen.is

Krista María tekur þátt í að framfylgja helstu verkferlum sem snúa að einstaklingsfjáröflun í samstarfi við fjáröflunarstýru; öflun nýrra styrktaraðila, samskiptum við núverandi styrktaraðila og að viðhalda tryggð þeirra. Krista sinnir einnig bókhaldi samtakanna. Krista María er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands en hún vann sem vaktstýra í úthringiveri UN Women samhliða námi áður en hún útskrifaðist og tók við starfi fjáröflunarfulltrúa vorið 2019.

Sara McMahon
Verkefnastýra
sara@unwomen.is

Sara er verkefnisstýra hjá UN Women á Íslandi og aðstoðar herferða- og kynningarstýru við ýmsa viðburði. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka MA í þróunarfræðum frá sama skóla. Sara starfaði sem blaðamaður í átta ár, m.a. hjá Fréttablaðinu, Iceland Magazine og Kjarnanum. Þess utan hefur hún starfað sjálfstætt við þýðingar og textasmíð af ýmsu tagi.

Elín Ásta Finnsdóttir

Vaktstýra símavers

Sem vaktstýra hefur Elín umsjón með símaveri samtakanna í samstarfi við fjáröflunarstýru, en hlutverk símavers er að viðhalda góðu sambandi við núverandi styrktaraðila samtakanna sem og að afla nýrra ljósbera. Elín starfaði við úthringingar í hlutastarfi frá árinu 2014 áður en hún tók við starfi vaktstýru.