Stjórn UN Women á Íslandi er skipuð formanni auk átta stjórnarmeðlimum. Stjórn er kosin til tveggja ára í senn á aðalfundi félagsins sem skal haldinn fyrir 1. maí ár hvert. Allir félagar landsnefndar eiga rétt á setu á aðalfundi og hefur hver félagsmaður eitt atkvæði. Allir félagar sem greitt hafa félagsgjöld fyrir liðið starfsár, tveimur vikum fyrir aðalfund, eða hafa verið mánaðarlegir styrktaraðilar landsnefndar UN Women á Íslandi í að minnsta kosti sex mánuði hafa kosningarétt á aðalfundi. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum. Verði atkvæði jöfn ræður hlutkesti úrslitum. Framboði til formanns og stjórnar skal skila til skrifstofu landsnefndar fyrir kl. 12 þremur virkum dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur skal boðaður með skriflegum hætti til félagsmanna með a.m.k. 14 daga fyrirvara.

Formaður er kosinn í sérstakri kosningu á aðalfundi. Stjórn skal á fyrsta fundi sínum skipa varaformann og gjaldkera. Stjórnin fer með málefni félagsins milli aðalfunda, gerir starfsáætlun, veitir prókúru fyrir félagið og skipar í starfsnefndir. Stjórn fundar að jafnaði níu sinnum á ári. Halda skal stjórnarfund krefjist einhver stjórnarmanna þess.

Formaður
Arna Grímsdóttir
Lögmaður
arna(hjá)reitir.is

Aðalstjórn

Fanney Karlsdóttir – Varaformaður
Sérfræðingur

Kristín Ögmundsdóttir – Gjaldkeri
Framkvæmdastjóri

Bergur Ebbi Benediktsson
Rithöfundur og ljóðskáld

Kristján Hjálmarsson
Framkvæmdastjóri

Ólafur Elínarson
Sviðsstjóri

Ólafur Stephensen
Framkvæmdastjóri

Sigríður Þóra Þórðardóttir
Fulltrúi ungmennaráðs

Soffía Sigurgeirsdóttir
Alþjóðastjórnmálafræðingur

Þórey Vilhjálmsdóttir
Ráðgjafi