4.450 kr.

Tölvunámskeið í Zaatari

Texti á gjafabréfi: 

GJÖF TIL ÞÍN!
Gjöfin þín veitir þremur konum í Zaatari flóttamannabúðunum tölvunámskeið. UN Women starfrækir griðastaði í flóttamannabúðum sem eru eingöngu aðgengilegir konum og börnum þeirra. Þar fá þær öruggt skjól, starfsþjálfun og atvinnutækifæri.

Námskeið í tölvum og upplýsingatækni veitir konum á flótta sérhæfingu, eykur atvinnumöguleika þeirra og gerir þeim kleift að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Um ellefu hundruð konur sækja nám og vinnu á griðastöðum UN Women í Zaatari í hverjum mánuði. Andvirði gjafabréfsins rennur óskipt til verkefna UN Women.

Gjafakort
Móttakandi

Lýsing

Starfsþjálfun veitir konum í Zaatari flóttamannabúðunum tækifæri til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.