UN Women og UN Global Compact standa að Jafnréttissáttmálanum (e. Women‘s Empowerment Principles).

Jafnréttissáttmálinn er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta, óháð landi og atvinnugrein. Viðmiðin snúa fyrst og fremst að kynjajafnrétti.

Sáttmálinn inniheldur sjö viðmið sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi til þess að efla konur og auka þátt þeirra í atvinnulífinu. Jöfn tækifæri kynjanna til atvinnuþátttöku er ekki aðeins hið eina rétta – heldur er það einnig arðvænlegt fyrir fyrirtæki.

Það kemur okkur öllum til góða að hafa sjálfbærni og fyrirtækjaábyrgð að leiðarljósi og valdeflingu kvenna sem meginmarkmið. Full þátttaka kvenna innan fyrirtækja er forsenda góðra viðskiptahátta; nú til dags sem og í framtíðinni. Jafnréttissáttmálinn er öflugt tæki til að vinna að þeim markmiðum.

Íslensk fyrirtæki sem hafa undirritað Jafnréttissáttmálann eru Actavis á Íslandi, Alcoa Fjarðarál, Arionbanki, ÁTVR, CCP, Deloitte á Íslandi, Isavia, Íslandsbanki, Kaffitár, Landsbankinn, Landsvirkjun, Lyfja, Marel, N1, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto Alcan á Íslandi, VÍS og Össur.

Til að fá nánari upplýsingar um sáttmálann er hægt að senda póst á unwomen@unwomen

 

Skoða viðmiðin 7

1. Stuðla að jafnrétti kynjanna
  • Stjórn fyrirtækisins styður við jafnréttismál og beitir sér fyrir því að jafnrétti kynjanna og mannréttindi séu virt í fyrirtækinu.
  • Starfsmannastefna fyrirtækisins fjallar sérstaklega um jafnréttismál og tekur á því hvernig er markvisst hægt að vinna að jafnréttismálum. Hluti af árangursmati stjórnanda felst í því að meta árangur þeirra í jafnréttismálum.
  • Tekið er mið af jafnréttismálum kynjanna í allri stefnumótun fyrirtækisins, áætlunum og við framkvæmd verkefna.
  • Kynjuð áhrif eru tekin til greina við stefnumótun og framkvæmd verkefna. Stjórnendur eru meðvitaðir um að verkefni geta haft ólík áhrif á konur og karla. Unnið er að því að fyrirtækjamenningin styðji við jafnrétti.
2. Jöfn tækifæri til vinnu
  • Fyrirtækið líður ekki launamun kynjanna og greiðir konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu.
  • Starfsmannastefna og verklag eru laus við kynjaða mismunun.
  • Ráðningaferli er án kynjamismununar. Tekið er frumkvæði í ráðningu kvenna í stjórnunar- og framkvæmdastöður sem og í stjórn fyrirtækisins.
  • Fullnægjandi þátttaka kvenna – 30% eða hærri – er tryggð eftir fremsta megni í öllum ákvarðanatökum.
  • Fyrirtækið býður upp á sveigjanlega atvinnumöguleika; og býður launþegum að ganga í sömu stöður með sömu launum eftir tímabundið leyfi.
  • Starfsfólki, bæði konum og körlum, eru veittar upplýsingar um þjónustu og úrræði varðandi leikskóla.
3. Heilsa, öryggi og ofbeldislaus vinnustaður
  • Tekið er tillit til ólíkra heilsufarsáhrifa á kynin. Boðið er upp á öruggt starfsumhverfi og vernd frá áhrifum hættulegra efna. Veittar eru upplýsingar um mögulega áhættu, þar með talið ef áhættu er á skaðsemi kynheilbrigðis starfsmanna.
  • Samkvæmt stefnu fyrirtækisins er ekkert ofbeldi liðið á vinnustaðnum; hvort sem um ræðir andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt.
  • Kappkostað er við að bjóða upp á nauðsynlega þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis.
  • Réttur kvenna og karla til veikindaleyfis og ráðgjafaþjónustu er virtur, hvort sem er fyrir þau sjálf eða fjölskyldumeðlimi þeirra.
  • Haft er samráð við starfsmenn þegar úttektir varðandi öryggismál eru gerðar í fyrirtækinu.
  • Verkstjórar og öryggisverðir í að þekkja merki um ofbeldi gegn konum og skilja stefnu og reglur fyrirtækisins gegn mansali, vinnu og kynferðislegri misnotkun.
4. Menntun og þjálfun
  • Fyrirtækið leggur metnað, fé og tíma í að greina tækifæri til að auka framgang kvenna á öllum stigum og sviðum fyrirtækisins og hvetur konur til þátttöku í störfum sem teljast hefðbundin karlastörf.
  • Tryggður er jafn aðgangur kynjanna að öllum endurmenntunar- og fræðslunámskeiðum á vegum fyrirtækisins.
  • Konum og körlum eru veitt jöfn tækifæri að formlegum og óformlegum námskeiðum og tenglamyndunum.
  • Fyrirtækið lítur jákvæðum augum á viðskiptahugmyndir sem ýta undir valdeflingu kvenna og styður við jákvæð áhrif þátttöku kvenna, jafnt sem karla.
5. Fyrirtækjaþróun sem ýtir undir aukna þátttöku kvenna
  • Fyrirtækið styður aukin viðskiptatengsl við fyrirtæki í eigu kvenna, þar með talið lítil fyrirtæki og konur í nýsköpun.
  • Styðjið við lausnir sem hafa jafnrétti að sjónarmiði í reiknings- og lánafyrirstöðum.
  • Fyrirtækið fer fram á það við viðskiptafélaga að virða skuldbindingu fyrirtækisins við eflingu jafnréttis og þátttöku kvenna.
  • Konum er sýnd virðing í allri markaðssetningu og öðru kynningarefni fyrirtækisins.
  • Tryggt er að vörur fyrirtækisins, þjónusta þess og aðstaða er ekki notuð til mansals og/eða þrælkunarvinnu eða kynferðislegrar misnotkunar.
6. Forysta í samfélagslegri ábyrgð
  • Fyrirtækið vill vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í jafnréttismálum og valdeflingu kvenna.
  • Fyrirtækið hvetur viðskiptavini, birgðasöluaðila og annað valdamikið fólk í samfélaginu til samfélagslegrar ábyrgðar og stuðning við jafnréttismál.
  • Vinnur með hagsmunaðilum í samfélaginu, hinu opinbera og öðrum við að útrýma mismunun og misnotkun, og skapar tækifæri fyrir konur og stúlkur.
  • Eflir og viðurkennið forystu og framlög kvenna til samfélagsins og tryggir fullnægjandi þátttöku kvenna í öllu samráði um samfélagsmál.
  • Notar styrktarsjóði til þess að styðja við mannréttindi og jafnréttismál.
7. Gagnsæi, aðgerðir og upplýsingaskylda
  • Birtir opinberlega jafnréttisstefnu fyrirtækisins og framkvæmdaráætlun varðandi stuðning við jafnrétti kynjanna.