Neyðarstarf UN Women

60% kvenna sem láta lífið við barnsburð eða á meðgöngu eru konur sem eru ófrískar í stríðsátökum eða þar sem náttúruhamfarir hafa átt sér stað.

Í neyð eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. Stúlkur erum rúmlega helmingi líklegri til að detta úr námi heldur en strákar auk þess sem konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur í neyð. UN Women starfar á vettvangi í þágu kvenna, sinnir samræmingarhlutverki hjálparsamtaka og vinnur að því að kvenmiðaða neyðaraðstoð m.a. með því að dreifa sæmdarsettum til kvenna og stúlkna.

Aldrei hafa verið fleiri konur á flótta í heiminum. Þú getur haft áhrif á líf þeirra.