3.990 kr.

Vonarneistinn | Sæmdarsett fyrir Róhingjakonu á flótta

Texti á gjafabréfi: 

Takk fyrir að kveikja vonarneista. Þessi gjöf gerir Róhingjakonu á flótta kleift að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. 

Hver er staða Róhingjafólks? 
Róhingjafólk er þjóðarbrot án ríkisfangs í Mjanmar sem sætir þar ofsóknum. 

Af hverju er Róhingjafólk að flýja Mjanmar?
Ofsóknir hertust árið 2017 og flúðu þá um 400 þúsund Róhingjakonur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Bangladess.

Hvernig bitnaði ástandið á Róhingjakonum?
Í Mjanmar voru Róhingjakonur beittar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af mjanmarska hernum

Hvaða veruleika búa konur við í búðunum? 
Í flóttamannabúðunum búa þær við grimman veruleika, stöðugan ótta við ofbeldi og þjást af áfallastreitu og einangrun. 

En það er von..
UN women er til staðar fyrir konur og stúlkur.

Gjafakort
Móttakandi

Lýsing

Vonarneistinn veitir Róhingjakonu í flóttamannabúðum í Bangladess sæmdarsett sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Auk sæmdarsettsins fá Róhingjakonur sem leita til neyðarathvarfs UN Women áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri.