107.700 kr.

Griðastaður

Texti á gjafabréfi:

GJÖF TIL ÞÍN!
Gjöfin þín tryggir starfsemi griðastaðar UN Women fyrir konur í flóttamannabúðum víða um heim. Þar eru konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og lífsskilyrði þeirra erfið og tækifæri takmörkuð. UN Women starfrækir griðastaði í flóttamannabúðum, t.d. í Jórdaníu og Bangladess, sem eru eingöngu aðgengilegir konum, stúlkum og börnum þeirra. Þar fá konur öruggt skjól og atvinnutækifæri.

Á griðastöðum UN Women fá konur og stúlkur fá tækifæri til að afla sér þekkingar á ólíkum sviðum og njóta launaðra starfa, en ein helsta áskorun kvenna í flóttamannabúðum er að fá launuð störf til þess að geta framfleytt fjölskyldum sínum. Þúsundir kvenna njóta góðs af griðastöðum UN Women í hverjum mánuði.

Gjafakort
Móttakandi

Lýsing

Þessi gjöf tryggir starfsemi griðastaðar UN Women fyrir konur í flóttamannabúðum víða um heim.