23.000 kr.

Frumkvöðlaþjálfun

Texti á gjafabréfi:

GJÖF TIL ÞÍN!
Þú hefur fengið gjöf sem veitir sjö konum á flótta frumkvöðlaþjálfun á griðastöðum UN Women í Kamerún. Konur sem hafa flúið átök og náttúruhamfarir skortir tækifæri og eiga erfitt með að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.

Í frumkvöðlaþjálfun læra konur að hefja eigin rekstur út frá sérhæfingu hverrar og einnar, fjárhagsáætlanagerð og rekstrarfræði. Með þessari heildrænu nálgun gefst konum tækifæri til að verða enn sjálfstæðari og sterkari í kjölfar þess áfalls að þurfa að flýja heimkynni sín. Andvirði gjafarinnar rennur óskipt til verkefna UN Women.

Það er einlæg von UN Women á Íslandi að gjöfin gleðji þig.

Gjafakort
Móttakandi

Lýsing

Þessi gjöf veitir sjö konum á flótta frumkvöðlaþjálfun þar sem þær læra að hefja eigin rekstur á griðastöðum UN Women í Kamerún.