Lýsing
Fræðslustyrkur fyrir konu í fataiðnaðinum sem styrkir stöðu hennar gagnvart réttindum sínum og vinnuveitanda.
1.900 kr.
fyrir konu í fataiðnaðinum
Texti á gjafabréfi:
GJÖF TIL ÞÍN!
Þú hefur hlotið gjöf sem veitir konu sem starfar innan fataiðnaðarins fræðslustyrk. Fataiðnaðurinn hefur lengi verið gagnrýndur fyrir meðferð sína á vinnuafli en verksmiðjurnar eru gjarnan illa búnar, starfsumhverfið hættulegt, vinnudagar langir og laun takmörkuð. Konur eru 80% þeirra sem starfa innan fataiðnaðarins.
UN Women vinnur náið með fataframleiðendum og verksmiðjum um allan heim að því að bæta starfsumhverfi og auka framtíðarmöguleika kvenna sem starfa innan atvinnugreinarinnar. Á vegum UN Women hljóta konur í fataiðnaðinum starfsþjálfun sem eykur möguleika þeirra á því að vinna sig upp í starfi. Þá vinnur UN Women að því að fræða konur um réttindi sín á vinnumarkaði og tryggja þeim matarhlé, salernispásur og mannsæmandi laun.
Fræðslustyrkur fyrir konu í fataiðnaðinum sem styrkir stöðu hennar gagnvart réttindum sínum og vinnuveitanda.